• Skruna niður
  • Um veitingastaðinn
  • Matseðill
  • Klaustur Bar
  • Staðsetning

Verið velkomin á KLAUSTUR Restaurant!

Veitingastaðurinn okkar tekur allt að 150 manns í sæti og er kjörinn staður fyrir bæði rólegt stefnumót eða samkomur stærri hópa. Á sumrin bjóðum við ykkur að borða á veröndinni okkar, þar sem hægt er að njóta náttúrunnar og útsýnisins yfir Vatnajökul á meðan snætt er. Stórbrotið landslag fer vel með hágæðamatnum okkar og gerir upplifunina minnisverða.

Um veitingastaðinn

Nýi matseðillinn okkar tekur saman það besta úr umhverfi Klausturs en við reynum að nota sem mest hráefni úr sveitunum í kring og þar ber helst að nefna Lindarbleikjuna og lambakjötið sem er eitt það besta á Íslandi.

Opnunartími fyrir kvöldverð:

Veitingastaðurinn er lokaður til 1. maí

Föstudag – Laugardag

Hádegisverður:

12:00 – 15:00

Föstudag – Laugardag

Hægt að sækja

Velkominn á KLAUSTUR Bar!

Njótið þess að setjast niður og fá ykkur einn til tvo á hótelbarnum okkar sem er nýuppgerður og býður upp á þægilegt og rólegt andrúmsloft. Barinn er opinn alla daga frá 12 á hádegi til miðnættis. Við bjóðum upp á tvær tegundir af íslenskum bjór á dælu ásamt úrvali af flöskubjór. 

Ennfremur erum við með gott úrval af kokteilum og víni og bjóðum upp á tilboð á Happy Hour alla daga frá 16:00 – 18:00. Hótelbarinn er kjörinn staður til þess að setjast niður og slappa af fyrir eða eftir kvöldmat.
Við hlökkum til að sjá þig!

Upplýsingar

Barinn er opinn frá:

12:00 - 00:00

Fyrir nánari upplýsingar eða borðpöntun hringið í: 

Eða sendið okkur tölvupóst á: 

info@hotelklaustur.is